Skip to main content

Reglur og gildi

Reglur fyrir PRS skotíþróttasamtökin á Íslandi, einnig nefnd PRS Iceland, sem gilda á öllum mótum sem skulu
telja í íslensku PRS seríunni.
Öryggi er efst í forgangi jafnt fyrir, á meðan og eftir að PRS móti lýkur og er það á ábyrgð allra að tryggja
öryggi allra alltaf. PRS skal stuðla að því að auka standardinn í öruggri meðhöndlun skotvopna meðal
þátttakanda og í samfélaginu í heild sinni.

Öryggi
Eftirfarandi öryggisreglur eru hannaðar til að skapa öruggt umhverfi fyrir alla þátttakendur í PRS móti og eru
oblígatorískar. Það er á ábyrgð hvers og eins að lesa og skilja að fullu þessa öryggisreglur.

1.1 Almennar öryggisreglur
1.1.1 Beinið hlaupenda í örugga átt öllum tímum. Örugg átt á skotmótum telst vera upp í loft, í rétta átt
setta í „safe zone“ og mót skotmörkum í skotþrautum. Brot á þessari reglu telst „flöggun“ og er ekki liðin.
1.1.2 Fingur skal hvorki snerta gikk, né vera inn í gikkbjörg fyrr en skytta er klár til að hleypa skoti af.
1.1.3 Allar PRS samkomur eru haldnar á „köldum völlum“ (cold ranges). Kaldir vellir eru skilgreindir þannig
að öll skotvopn eru óhlaðin þar til komið er að þátttakanda að nota skotvopnið.

1.2 Öryggisráðstafanir við framkvæmd skotmóts
Eftirfarandi reglur eiga við alla þátttakendur PRS móts. Þær eiga þó ekki við þátttakanda sem er að leysa
skotþraut (COF)
1.2.1 Ef hreyfa skal skotvopnið skal gæta þess að hlaupendi beini í örugga átt öllum tímum.
1.2.2 Allir þátttakendur skulu gæta þess að skotvopnið sé óhlaðið, magasín úr og bolti opinn í lás.
1.2.3 Lásveifur/öryggisflagg (chamber flag) eða annarskonar vísar sem sýna að lás sé tómur, Empty
Chamber Indicator (ECI) skulu notaðar öllum tímum og verða þær að vera settar í alla leið í skothús til að
tryggja það að skotvopn sé óhlaðið.
1.2.4 Það er ekki leyfilegt að neyta eða vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna á móti. Brot á þessari reglu
leiðir til brottvísun af mótsstað.

1.3 Öryggisráðstafanir við framkvæmd skotþrauta (COF)
Eftirfarandi reglur eiga við þátttakendur sem eru að leysa skotþrautir (COF)
1.3.1 Lásveifa skal vera í skotvopninu þar til þrautarstjóri (RO) gefur skipunina „hladdu og vertu klár“ (load
and make ready).
1.3.2 Þar sem ekki þarf að hreyfa sig úr stað til að komast í fyrstu skotstöðu má skotvopnið vera með
magasín í, hlaðið með skot í skothúsi og bolti lokaður með öryggi á (Hot). Það er á ábyrgð þátttakanda og
þrautarstjóra (RO) að skilja að fullu skotþrautina og hvernig á að undirbúa riffilinn áður en þraut er hafin.
1.3.3 Þegar skotvopn er fært frá einum stað til annars skal bolti vera opinn í lás og skothús tómt.
1.3.4 120 gráðu reglan gildir í öllum skotþrautum og má skytta ekki beina hlaupenda meira en 60 gráður
lárétt í hvora átt frá skotmörkum.
1.3.5 Skytta skal hafa fulla stjórn á skotvopni sínu þegar hún leysir skotþraut hvort sem það er hlaðið eða
óhlaðið. Það þýðir að skytta skal öllum stundum vera með að lágmarki einn snerti punkt við riffilinn öllum
stundum eða fulla stjórn með ól (sling).
1.3.6 Voðaskot eru litin alvarlegum augum. Voðaskot eru þau skot sem skotið er án ásetnings og er skytta
þá stöðvuð samstundis af þrautarstjóra (RO). Dæmi um voðaskot eru:
1.3.6.1 Öll skot sem fara út fyrir hægri, vinstri eða aftari mörk leyfðrar skotstefnu.
1.3.6.2 Skot sem hlaupa af við hleðslu, afhleðslu eða endurhleðslu skotvopns.
1.3.6.3 Skot sem hlaupa af þegar skytta reynir einhverja viðgerð á skotvopni.
1.3.6.4 Skot sem hlaupa af þegar skytta færir sig eða vopnið um stað eða stöðu í skotþraut og
fara óeðlilega langt út af leið að skotmarki.
1.3.6.5 Skot sem hlaupa af þegar skytta er ekki að horfa í gegnum sjónaukann og hefur ekki
náð sjónmynd í sjónaukanum.
1.3.6.6 Skot sem hlaupa af áður en skytta ætlar að skjóta á skotmark, óháð því hvort skot sé innan
eða utan hægri, vinstri eða aftari mörk leyfðrar skotstefnu.
1.3.6.7 Skot sem hlaupa af á meðan það er skot stopp.
1.3.8 Ef það er hægt að slá því föstu að skot hljóp af vegna bilunar í skotvopni og skytta hefur ekki brotið
neina af öryggisreglunum í þessum kafla og mótsstjóri (MD) ákveður að vísa skyttu ekki úr keppni skal skytta
fá 0 stig í þeirri þraut sem verið er að leysa og skal skotvopnið skoðast af mótsstjóra eða þeim sem hann
telur hæfan til að meta skotvopnið og meta það hvort það hafi verið bilun eða galli í skotvopni sem orsakaði
voðaskotið. Einnig skal það metið hvort hægt sé að halda keppni áfram með skotvopninu. Ef skotvopnið er
metið hæft til að halda áfram keppni skal skytta fá leyfi til að halda áfram keppni.
Skytta getur ekki komið síðar og klagað ákvörðun um brottvísun úr keppni út af bilun eða galla ef
skotvopnið er ekki skoðað og metið áður en skytta yfirgefur þraut.

1.4 Refsingar fyrir brot á öryggisreglum
1.4.1 Neðangreindum refsingum fyrir brot á öryggisreglum skal fylgt eins náið og mögulegt er. Móttstjóri
getur hins vegar, ef aðstæður krefja, beitt harðari refsingum en kveðið er á um í reglubókinni.
1.4.2 Við fyrsta brot ,,flöggun‘‘ fær skytta áminningu og við annað brot er skyttu vísað úr keppni.
1.4.3 Sá sem brýtur ,,cold range‘‘ regluna verður tafarlaust vísað úr keppni.
1.4.4 Noti keppandi ekki lásveifu mun hann fá aðvörun fyrst um sinn, en við annað brot er honum vísað úr
keppni.
1.4.5 Fyrsta brot á reglu um 120 gráðu reglunni leiðir af sér brottvísun úr þraut, við annað brot liggur við
brottvísun úr keppni.
1.4.6 Skytta sem ekki hafur fulla stjórn á vopninu sínu, hlöðnu eða óhlöðnu, í þraut og brýtur 120 gráðu
regluna skal vísað úr keppni. Brjóti skytta ekki 120 gráðu regluna skal hann fá aðvörun við fyrsta brot, en
vísað úr keppni við annað brot.
1.4.7 Öll voðaskot leiða af sér brottvísun úr keppni.
1.4.8 Hreyfi skytta sig í þraut úr einni stöðu í aðra með skot í lás, eða lokaðan bolta skal þrautarstjóri stöðva
þrautina, skytta skal tæma lásinn og opna boltalásinn, á meðan þrautartíminn gengur og skal flytja sig aftur
á staðinn þar sem brotið varð og halda áfram frá þeirri staðsetningu. Við annað brot skal skyttu vera vísað
úr braut. Við þriðja brot skal skyttu vísað úr keppni. (Undanþága frá þessari reglu er þegar um hálf sjálfvirk
skotvopn er að ræða)

2.1 Deildir, Vopn og búnaður
2.1.1 Viðurkennd skotvopn í opinni deild eru rifflar með boltalás. Skotvopnið má ekki vera stærra en .30cal
eða hafa hlauphraða kúlu yfir 950 m/s +-10 (3117 fps) (3200fps skv USA reglum)
2.1.2 Þrautarstjóri (RO) og mótsstjóri (MD) getur hvenær sem er krafist þess að skytta sem er þátttakandi í
móti skjóti úr skotvopni sínu svo hraðamælir nemi. Sé hraði kúlu við hlaupenda yfir hámarkshraða er
þátttakanda vísað úr keppni.
2.1.3 Rifflar mega vera með tvífót og/eða ól.
2.1.4 Þátttakendur mega notast við stuðningstæki eins og púða, beanbags, framfætur og slíkt. Mótsstjóri
ákveður hverslags búnað má nota við hverja þraut.
2.1.5 Engin takmörk eru fyrir því hversu mörg magasín þátttakandi má hafa.
2.1.6 Í Bandaríkjunum er PRS skipt í fjölda deilda og gilda mismunandi reglur í hverri deild fyrir sig. Á Íslandi
verður eins og staðan er núna keppt í opinni deild og svo .22lr deild. Þessi einföldun er gerð til að fá nógu
marga keppendur í deildina til að gera hana áhugaverða og spennandi.

3.1 Skyldur mótsstjóra (Match director, MD)
3.1.1 Mótsstjóri stjórnar PRS mótinu og verður að hafa fulla þekkingu og skilning á reglum þessum
3.1.2 Mótsstjóri skal gefa út móts bók sem lýsir þrautunum (COF) eins vel og mögulegt er.
3.1.3 Mótsstjóri skal nota gildandi stigakerfi sem er 1 hit, 1 stig.
3.1.4 Mótsstjóri skal leitast við að skotmörk séu í góðu lagi. Mótsstjóri skal íhuga það að skotmörk sem eru
lengra í burtu en 500 metrar ættu að hafa tvo spottera og/eða vera útbúin með búnaði sem gefur til kynna
þegar skytta hittir skotmark. T.d. blikkandi ljós eða myndavélakerfi til að tryggja það að hægt sé að sjá þegar
skytta hittir.
3.1.5 Þar sem mótsstjóri notar kerfi þar sem stigin færast sjálfkrafa inn rafrænt skal einnig bóka þau
skriflega. Skyttur skulu eiga möguleika á því að sjá stigin sín áður en þær yfirgefa þraut.
3.1.6 Mótsstjóri skal vera meðlimur í PRS skotíþróttasamtökum Íslands til þess að keppnin sé gild í íslensku
mótaseríunni.
3.1.7 Mótsstjóri skal gefa sér 15 mín til að afgreiða kvörtun fyrir bæði æfingu og mót eftir að niðurstöður.
Þegar hópur hefur yfirgefið braut/þraut eða þegar liðnar eru 15 mín frá birtingu niðurstaðna móts er ekki
hægt að leggja fram kvörtun.
3.1.8 Mótsstjóri hefur fullt ákvörðunarvald þegar kemur að reglum mótsins, öryggi og allri framkvæmd. Öll
brot, viðurlög og framkvæmdir skal meðhöndla vandlega og á skjótan hátt. Mótsstjóri getur notað
vitnisburð brautarstjóra, þátttakenda eða áhorfenda. Þegar kvörtunarfrestur er liðinn eru allar ákvarðanir
mótsstjóra endanlegar.
3.1.9 Mótsstjóri ber fulla ábyrgð á því að manna starfsmenn móts. Mótsstjóri ber ábyrgð á því að
brautarstjórar kunni brautirnar/þrautirnar, reglur og að mótið verði þar með eins fyrir alla þátttakendur.
3.1.10 Mótsstjóri getur valið að hafa ekki viðvaranir fyrir flöggun, heldur beinan brottrekstur úr móti. Þetta
verður þá að upplýsa boði til móts.

3.2 Ábyrgð brautarstjóra (Range officer, RO)
3.2.1 Brautarstjórar bera ábyrgð á þeim brautum/æfingum sem þeir stjórna. Þeir verða að setja sig ítarlega
inn í og skilja æfinguna til hins ítrasta. Allar spurningar og pælingar vegna brautarinnar/æfingarinnar skulu
eiga sér stað með mótsstjóra áður en fyrsta skytta leysir þrautina.
3.2.2 Brautarstjórar verða að kunna PRS reglurnar og verklagsreglur vel.
3.2.3 Brautarstjórar skulu gæta þess að allar reglur eru þær sömu fyrir alla þátttakendur.
3.2.4 Brautarstjóri fer í gegnum æfinguna (stage brief) áður en hver hópur byrjar í brautinni. Brautarstjóri
skal vísa þátttakendum á öll skotmörk brautarinnar. Undantekning er þegar skyttur skulu sjálfar finna
skotmörkin í brautinni.
3.2.5 Þátttakendur skulu fá eigin tíma þar sem farið er með þeim í gegnum brautina (walk through) þar sem
spurningum þeirra og hugleiðingum er svarað. Hámarkstími er 1 mínúta á skyttu.
2.3.6 Áður en þátttakandi byrjar að leysa þraut skal notast við eftir farandi skipanir
2.3.6.1 „Skilurðu þrautina?“ / „Do you understand the course of fire“
2.3.6.2 „Hladdu og vertu klár“ / „Load and make ready“
2.3.6.3 „Skytta klár?“ / „Shooter ready“
Þegar skytta gefur til kynna að hún sé klár heldur brautarstjóri áfram
3.2.6.4 „Vertu tilbúinn“ / „Stand by“
3.2.6.5 Eftir 1-3 sekúndur startar brautarstjórinn æfingunni með orðunum „Skjóttu“ / „Fire“ eða
með hljóðmerki frá tímamæli.
3.2.6.6 Aðrar skipanir má nota og skulu sömu skipanirnar vera gegnumgangandi fyrir mótið. Slík
frávik frá reglu 3.2.6 skal gera grein fyrir fyrir mótið í t.d. mótabók eða þegar farið er í gegnum braut
(briefing)
3.2.7 Verði brautarstjóri þess var að öryggi sé ógnað á einhvern hátt eða um brot á reglum sé að ræða eða
framkvæmd brautar sé á einhvern hátt ábótavant skal hann hrópa „stopp“
3.2.8 Við framkvæmd þrautar skal spottari eða brautarstjóri hrópa „hitt“ þegar skytta hittir skotmark. Engin
önnur orð skal nota til þess.
3.2.9 Brautarstjóri má ekki á neinn hátt gefa til kynna hvar skytta hittir eða skýtur fram hjá í þrautinni. Aðrir
þátttakendur og skyttur mega heldur ekki gefa það til kynna. Brot á þessari reglu leiðir til brottreksturs úr
braut fyrir alla þá sem tóku þátt í að gefa þetta til kynna. (Brautarstjóri og / eða mótsstjóri mega hugleiða
það hvort um hafi verið að ræða tilraun til svindls eða skemmdarverks frá öðrum þátttakendum). Þegar
skytta hefur lokið þraut er það í lagi að upplýsa hana um hver niðurstaðan var, en þessari reglu má
mótsstjóri breyta eftir eigin hentugleik.
3.2.10 Í Þrautum þar sem tími er notaður skal brautarstjóri vera nákvæmur með að síðasta skotið sé
nákvæmlega skráð. Skytta færi 0,3 sek böffer, það þýðir t.d. að ef þrautin er 90 sek og síðasta viðurkennda
„hitt“ er skráð þegar tíminn er 90,3 sek skal það gilda.
3.2.11 Þegar tíminn er búinn hrópar brautarstjórinn „stopp“ / „cease fire“. Skipunin byrjar þegar 2 sek eru
eftir af tímanum og hættir þegar tíminn er úti. Skot sem skotið er af eftir að tíminn er úti teljast ekki með.
3.2.12 Þar sem skytta meinar að hann hafi hitt skotmark en það hafi verið talið geiga, verður hann að
mótmæla innan tímamarka sem er kveðið á um í 3.1.7. Mótmæli eftir þann tímapunkt verða ekki tekin til
greina. Ákvörðun stjórnanda brautarinnar er endanleg.

3.3 Ábyrgð skyttu
3.3.1 Skytta ber sjálf ábyrgð á því að skilja PRS reglur þessar, mótareglur og þrautirnar.
3.3.2 Skytta ber ábyrgð á rifflinum sínum, skotfærum og öðrum útbúnaði. Ef riffill er ekki öruggur getur það
verið ástæða fyrir brottvísun úr keppni.
3.3.3 Skytta er ábyrg fyrir því að rétt stig eru skrifuð í stigatöflu eftir hverja æfingu og skal undirrita skráð
stig.
3.3.4 Skytta er ábyrg fyrir því að krefjast endurtekningar á braut séu réttar ástæður fyrir því.
3.4 Stigareglur fyrir mót
3.4.1 Á PRS mótum gildir sú regla að eitt ,,hit“ gefur eitt stig.
3.4.2 Hálf stig eða tvöföld stig eða fleiri stig eftir erfiðleikastigi skal forðast að nota.
3.4.4 Know your limits/Test your limits æfingar eru EKKI undanskildar frá þessari reglu. Samanlögð stig í
KYL/TYL þrautum skulu ekki vera fleiri en ,,hit“
3.4.5 Stigafrádráttur er ekki leyfilegur í PRS mótum þar sem það getur orsakað mismun og launar ekki
skyttunum sem eru mest consistent. Engin braut skal vera sett upp þannig að skytta getur misst stig, þar
með talið þegar skytta hittir ekki, hittir rangt skotmark, of mörg skot eða KYL/TYL æfingar.

3.5 Skotið aftur
3.5.1 Skytta getur fengið að skjóta aftur ef hætta þarf við skotið af ástæðum sem eru ekki skyttunni að
kenna. Til dæmis: eyðilagt skotmark, eyðilagt skotstæði eða því um líkt.
3.5.2 Brautarstjóri má benda skyttu á að hann á rétt á að skjóta aftur ef hann sér grunn til þess. Það er hins
vegar á ábyrgð skyttu að krefjast þess að fá að skjóta aftur.
3.5.3 Skytta getur beðið um að fá að skjóta aftur telji hún grunn fyrir því. Skyttan fær allt að 2 mínútur til að
útskýra sitt má fyrir brautarstjóra sem tekur ákvörðun um það. Samþykki brautarstjóri ekki að skytta fái að
skjóta aftur getur hún áfrýjað til mótsstjóra. Tapi skyttan áfrýjuninni fær hún ekki að áfrýja það sem eftir lifir
móti.
3.5.4 Þegar skytta fær að skjóta aftur er um tvær leiðir að ræða
3.5.4.1 Öll brautin skotin aftur
3.5.4.2 Skytta byrjar á þeim punkti sem hún stoppaði með sama tíma á klukkunni. Ef það er ekki
hægt að skera úr um það hvaða tími var á klukkunni þegar skytta var stoppuð skal öll brautin skotin aftur.
3.5.5 Velur skytta að skjóta aftur verður hún að taka stigunum sem koma út úr því.

3.6 Jafntefli
3.6.1 Verði jafntefli skal fara í bráðabana sem skal lýst í mótabókinni. Þetta verður að kunngjöra áður en
mót er haldið í t.d. auglýsingu um mót eða í mótabókinni. Skal þar standa hvaða þraut sker úr um
sigurvegarann.
3.6.2 Þar sem tvær eða fleiri skyttur eru með sömu samanlögð stig skal skera úr um með bráðabana.
3.6.3 Verði jafntefli í bráðabananum skal tíminn sem var notaður í bráðabanann skera úr.
3.6.4 Þar sem það krefst þess að skjóta aftur til að skera úr um sigurvegarann skal skjóta eina eða tvær
þrautir til að skera úr um. Mótsstjóri ákveður það fyrirfram og skal innihald þrautanna vera í mótabók eða í
kynningu á mótinu sjálfu.
3.6.5 Þar sem það þarf að skjóta aftur ætti að notast við PRS brautir sé þess möguleiki.
3.6.6 Sé skotið aftur skal nota minnst 8 skot

4.1 Þátttakendur
4.1.1 Þátttakendur og stjórnendur skulu haga sér kurteisislega og með virðingu fyrir öðrum.
4.1.2 Óíþróttamannsleg framkoma, rifrildi, kjaftsháttur, hótanir og annað slíkt framferði sem samræmist
ekki grein 4.1.1 er ekki leyfilegt og getur haft refsingu í för með sér. Refsingin er ákveðin af mótsstjóra og
getur verið allt frá aðvörun að brottvísun úr keppni og svæði.
4.1.3 Þátttakendur sem brjóta þessar reglur ítrekað geta átt það á hættu að vera vísað úr PRS
skotíþróttasamtökum íslands.

4.2 Svindl
4.2.1 Svindl er þegar maður vísvitandi skaffar sér óréttmætt forskot fram yfir aðra þátttakendur.
4.2.2 Dæmi um svindl eru ef skipuleggjandi móts lætur þátttakanda vita hvernig braut er sem væri forskot
að vita af áður en keppni er haldin. Þátttakandi þurrskýtur af skotstöðvum og æfir sig áður en komið er að
honum. Hraði kúlu er yfir hámarkshraða. Breyting á skotstöðvum eða skotmörkum fyrir einn keppanda.
4.2.3 Refsing fyrir svindl er brottvísun úr keppni.
4.2.4 Gróft svindl eða endurtekin geta haft í för með sér keppnisbann í 1 ár eða lengur.

4.3 Samfélagsmiðlar
4.3.1 Samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk í árangri og vexti PRS skotíþróttarinnar á íslandi. Þar á meðal
mönnun í störf, umhverfisáhrif, orðspor og álit sponsora.
4.3.2 PRS skotíþróttasamtökin á íslandi líður ekki óviðeigandi framferði á sínum samfélagsmiðlum.
4.3.3 PRS skotíþróttasamtökin á íslandi vinnur að því að skapa jákvætt umhverfi og vilja hjálpa nýjum
skyttum að komast að stað í sportinu. PRS samtökin vona að skyttur geti aukið þekkingu sína og miðli henni
áfram á uppbyggilegan og virðingarfullan hátt til annara.

5.1 PRS Iceland serían – stig
5.1.1 Stig í PRS Iceland seríunni fást með því að taka þátt í viðurkenndum PRS mótum á landinu.
5.1.2 Skytta sem óskar þess að taka þátt í seríunni verður að vera skráð í PRS skotíþróttasamtökin á íslandi.
5.1.3 Nýjar skyttur sem taka þátt í PRS móti án þess að vera meðlimir hafa 7 daga til að skrá sig í samtökin til
að fá stigin sín viðurkennd í seríunni.
5.1.4 Sigurvegari móts fær 100 stig, aðrir þátttakendur fá prósentuhlutfall af stigafjölda sigurvegarans. Sem
dæmi ef sigurvegarinn fékk 50 stig og skyttan er með 40 stig þá fær þessi skytta 40/50=80 stig fyrir
keppnina.
5.1.5 Þrjú bestu mótin telja í PRS Iceland seríunni, óháð því hversu mörgum maður hefur tekið þátt í.
5.1.6 Til þess að gilda í seríunni þarf mót að lágmarki að hafa 6 þrautir og 5 keppendur. Þátttaka verður að
vera opin öllum og mótið auglýst á miðlum PRS samtakanna með a.m.k. viku fyrirvara.
5.1.7 Í lokamóti seríunnar fær sigurvegarinn 200 stig og aðrir þátttakendur prósentuhlutfall af stigafjölda
sigurvegarans.